Nýbúar eru nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þeir nemendur fá einstaklingskennslu eða kennslu í litlum hópi, ef þörf krefur, í samráði við foreldra og umsjónarkennara. Áhersla er lögð á íslenskukennslu og aðstoð við námsefni samkvæmt námskrá bekkjarins. Allir kennarar skólans eru í raun íslenskukennarar hver í sínu fagi. 

Í Vallaskóla er boðið upp á móðurmálskennslu fyrir nýbúa ef aðstæður leyfa. 
„Með kennslu í íslensku sem öðru tungumáli er stefnt að því að nemendur verði hæfir til að taka fullan þátt í íslensku samfélagi sem tvítyngdir einstaklingar með rætur og innsæi í tvo eða fleiri menningarheima og auðgi með því íslenskt mannlíf. Markmiðin fela í sér að íslenskan sem annað tungumál sé lykill að: íslensku skólastarfi, íslensku samfélagi, virku tvítyngi, tveimur menningarheimum.“ (Úr Aðalnámskrá grunnskóla, Íslenska, bls. 84, 1999).