MCSveppz hélt uppi föstudagsfjöri í anddyrinu á Sólvöllum sl. föstudag. Plötusnúðurinn heitir Sverrir Victorsson og honum til aðstoðar er Njáll Laugdal.

MCSveppz kom sér fyrir í anddyrinu og spilaði í löngu frímínútum. Áhorfendur gerðu góðan róm að leik plötusnúðsins og strákarnir eru greinilega mjög færir í þessum bransa.