Matur og menning

Á undanförnum tveimur skólaárum hefur verið unnið að því að styrkja og efla starfsemi mötuneytis Vallaskóla. Starfsmönnum mötuneytisins var meðal annars gert kleift að stunda nám með vinnu og sem dæmi um það þá útskrifuðust tveir starfsmenn mötuneytisins, þær Hjördís Traustadóttir og Inga Guðlaug Jónsdóttir sem fullgildir matartæknar núna rétt fyrir jólin.

Starfsfólk Vallaskóla óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. Vallaskóli er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli og hefur vinnuhópur á í tengslum við verkefnið einnig komið að vinnu við uppbyggingu mötuneytisins. Sú vinna hefur að mestu leyti verið í tengslum við endurgerð matseðla og að koma með ábendingar um það sem betur mátti fara.

Á haustdögum bættist svo Andri Már Jónsson matreiðslumaður í hóp vaskra starfsmanna mötuneytisins og má segja að hann hafi komið afar ferskur inn með gleði og fagmennsku að leiðarljósi.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Inga og Andri að störfum í mötuneyti Vallaskóla.
Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Inga og Andri að störfum í mötuneyti Vallaskóla.

 

Fjöldi þeirra nemenda og kennara sem borða mat í mötuneyti Vallaskóla hefur aldrei verið meiri og eru sem dæmi um 80% nemenda skráðir í hádegismat í skólanum eða á skólavistun.

 

 

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]