Lestrarátak Ævars vísindamanns í Vallaskóla

Nemendur frá 1 – 7.bekk Vallaskóla tóku þátt í ævintýralestri Ævar vísindamanns.  

Á tveimur mánuðum lásu þau samtals 772 bækur.

Ævar dró einn heppinn nemanda úr Vallaskóla, en það var hún Hafdís Rún Sveinsdóttir 5. MEÓ sem datt í lukkupottinn og fær nýjustu bókina hans Ævars, Óvænt endalok sem kemur út í júní.                                                   

Bókasafn Vallaskóla gaf þeim sem lásu flestar bækur í hverjum árgang viðurkenningaskjal og bók eftir Ævar. Svo má endilega taka fram að tveir foreldrar (sem í fyrsta skipti máttu taka þátt í keppninni) tóku þátt, en það voru þau Kristín Sveinsdóttir og Guðmundur Jóhannsson.

Nöfn þeirra voru sem lásu flestar bækurnar og fengu viðurkenningu eru:

Kjartan Ólafur Ármannsson 1.ES

Óskar Bragi Þórisson 2.SBG

Fannar Leví Sigurðsson 3.DS

Kristveig Lára Þorsteinsdóttir 4.HÁ

Viktor Logi Sigurðsson 5. VRH

Katla Mist Ólafsdóttir 6.HS

Beniamin Palgan 7.SMG

Vallaskóli 2019 (LBP)