Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 18:00-19.20 verður kynningarfundur með námsráðgjafa Vallaskóla, Eydísi Kötlu Guðmundsdóttur, fulltrúum Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni.

Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 18:00-19.20 verður kynningarfundur með námsráðgjafa Vallaskóla, Eydísi Kötlu Guðmundsdóttur, fulltrúum Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni.

Fundarefni er nám að loknum grunnskóla. Kynnt verða inntökuskilyrði og námsbrautir framhaldsskólanna og fyrirspurnum svarað. Hvor skóli fær um 30-35 mínútur í kynninguna og reiknað er með 10 mínútum til að svara fyrirspurnum.

Fundurinn er mjög mikilvægur fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra. Hann verður í stofu 20 í Vallaskóla – Sólvöllum, gengið er inn frá Engjavegi.