Hið kröftuga nemendafélag Vallaskóla, NEVA, stendur nú fyrir kvöldvöku og páskaeggjabingói á efsta stigi.

Kvöldvakan verður 29. mars og byrjar klukkan 20:00 og lýkur kl. 22.00. Kvöldvakan verður í Austurrýminu og gengið er inn Engjavegsmegin. Einungis ætlað nemendum í 8.-10. bekk. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að sjá til þess að börn sín fari beint heim að skemmtun lokinni.

Dagskrá:

Tískusýning á vegum nemenda frá Fantasíu, Ozone, Intersport og Barón.

Skemmtiatriði. Fram koma: Fríða Hansen, Fjölnir, Sveinn Fannar, Jón Kristján og uppistandarinn Daníel Geir Moritz.

Kynnar verða þeir Elvar Guðberg og Magnús í 9. bekk. Sjoppa á vegum 10. bekkjar.

Miðaverð er kr. 300.