Komdu að vinna með okkur!

Vallaskóli – Sveitarfélaginu Árborg, lausar stöður fyrir skólaárið 2019-2020

  • Umsjónarkennarar á yngsta stigi (1.-4. bekkur), miðstigi (5.-7. bekkur) og efsta stigi (8.-10. bekkur), 100% stöður. 
  • Forfallakennari, 100% staða.
  • Kennari í leiklist, 60% staða.
  • Tónmenntakennari á yngsta stigi, 46% staða.
  • Umsjónarmaður fasteigna, 100% staða. Helstu verkefni: Almenn umsjón með húseignum skólans og innanstokksmunum skv. nánari starfslýsingu. Starfsreynsla og þekking á viðhaldsvinnu eða iðnmenntun er æskileg.
  • Deildarstjóri yngsta stigs, 100% staða. Helstu verkefni: Dagleg stjórnun og forysta á yngsta stigi (1.-4. bekkur), ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við stjórnunarteymi skólans skv. nánari starfslýsingu. Grunnskólakennararéttindi eru áskilin. Menntun og reynsla í stjórnun er æskileg, ásamt skipulagshæfileikum og frumkvæði í starfi.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki.

Í Vallaskóla eru yfir 630 nemendur í 1.-10. bekk og yfir 100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Guðbjarti Ólasyni skólastjóra á netfangið gudbjartur@vallaskoli.is. 

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2019 og ráðið er í störfin frá og með 1. ágúst 2019. Störfin henta jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu Árborgar má finna á www.arborg.is.