Kærleikskeðjan og umburðarlyndi

8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er í annað sinn sem verkefnisstjórn átaksins hvetur þjóðina til baráttu gegn einelti og tók Vallaskóli þátt með því að mynda kærleikskeðju innanhúss. Nemendur og starfsfólk mynduðu manngerða keðju endana á milli í húsnæðinu á Sólvöllum (um 200 metra) og gengu nemendur í gegnum keðjuna, gerðu bylgju ofl. Þetta var skemmtilegt hópefli í tilefni dagsins.

Að auki viljum við minnast á vinnu nemenda með dyggðir en í október var dyggðin umburðarlyndi fyrir valinu. Nemendur hafa unnið að sameiginlegu myndverki tengdu dyggðinni sem við vonumst til að afhjúpa fyrir áramótin.

En utan þess unnu bekkir með mismunandi verkefni og hér viljum við benda á eitt vídeóverkefni sem 7. bekkur stóð að: Slóðin er http://www.youtube.com/watch?v=pH6suhOZI0o . Óhætt er að segja að boðskapur myndbandsins sé í anda 8. nóvember og átaks gegn einelti.

 

Hér eru svo nokkrar myndir af kærleikskeðjunni.