HPV bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk

Til foreldra/forráðamanna stúlkna í 7. og 8. bekk.

Nú er komið að síðustu bólusetningunni við leghálskrabbameini en til að verða full bólusettur gegn HPV veirunni þarf að fá allar 3 sprauturnar. Á mánudaginn 16. apríl mun Halla hjúkrunarfræðingur bólusetja stelpurnar og þær sem eiga bólusetningarskirteini geta komið með það svo ég geti skráð í það. 

Þetta er bara ein lítil sprauta sem tekur ca 3 sekúndur og lítið mál fyrir flesta. Ef þið viljið getið þið fengið að koma með dætrum ykkar en í flestum tilfellum er það óþarfi. 

Með von um gott samstarf á mánudag.