Við fengum skemmtilega heimsókn frá Hollandi í apríl sl. Það voru fjórir kennarar frá skólanum Wellantcollege, Brielle í Hollandi, bær sem er 20 km vestan frá Rotterdam. Skólinn er með nemendur á aldrinum 12-16 ára og námið er m.a. landbúnaðartengt. Eins og Marion Verhamme, einn kennarana, segir: „This means that our children don’t just follow courses in Dutch, English, mathematics, PE, etc, but also courses in livestock, agricultural engineering, greening, flower arranging.“ Spennandi nám það.

Hollendingarnir voru mjög ánægðir með heimsóknina í Vallaskóla og fannst gaman að sjá hversu mikið verklegt nám færi fram í skólanum. Sérstaklega vildu þeir fylgjast með íþróttakennslu, sem kom sér vel þar sem íþróttadagur (keppni á milli nemenda og starfsmanna) var í gangi. Hollensku kollegar okkar eru enn fremur áhugasamir um mögulegt samstarf í framtíðinni og hver veit nema úr því geti orðið. Þeir ætluðu að heimsækja fleiri skóla á ferð sinni um Suðurland, m.a. FSu.