Heimsókn á Laugarvatn

laugav.1Síðastliðinn fimmtudag fóru 23 nemendur úr 10. bekk Vallaskóla og 8 nemendur úr Sunnulækjarskóla ásamt náms- og starfsráðgjöfum í heimsókn í Menntaskólann að Laugarvatni en öllum áhugasömum nemendum 10. bekka hafði verið boðið í heimsókn.

Við vorum sótt kl 15:20 af starfsmanni ML sem kom á rútu. Þetta var mjög skemmtileg og fræðandi ferð, vel tekið á móti okkur bæði af nemendum og starfsmönnum.
Við byrjuðum á því að fara um aðalskólahúsið, fórum í matsal þar sem kór ML söng þrjú lög og við fengum kynningu á starfsemi kórsins. Síðan var hópnum skipt upp í tvo minni hópa og þeir leiddir um öll húsakynni, bæði skólahúsnæði og vistir og farið yfir starfið.

 

Hóparnir hittust svo afur í matsal þar sem okkur var boðið í mat. Síðan var n.k. kvöldvaka með skemmtiatriðum. Þegar við yfirgáfum skólann tókum við rúnt niður að íþróttahúsi og fengum að skoða aðstöðuna þar.

 

Heimkoma var um 21:30.
Mjög skemmtileg ferð og þökkum við Laugvetningum fyrir frábærar móttökur.