Fyrir skemmstu fóru 6. GEM, 6. SKG, 2. GG og 2. GMS saman í skógarferð. Gengu nemendur ásamt kennurum sínum og stuðningsfulltrúum út í Vinaskóg. Nemendur fengu tilsögn í fræsöfnun þar sem við söfnuðum furukönglum, farið var í leiki og gengið upp á Stóra hól. Þaðan horfðum við á bæinn okkar og fjöllin í kring.
Við ætlum síðan að þurrka könglana og safna fræjunum, varðveita þau í vetur og sá þeim síðan næsta vor.
Með kveðju frá umsjónarkennurum.