1. Stiklað var á stóru hvað búið er að gera við skólabyggingar Vallaskóla undanfarin ár.
2. Það sem er í bígerð að gera.
3. Lagfæringar á skemmdum.
4. Eftirlitskerfi.
5. Stöðug vinna.

Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari, Birgir Leó Ólafsson aðalmaður og Bergsveinn Halldórsson Deildarstjóri Eignadeildar Sveitarfélagsins Árborgar.


1. Stiklað var á stóru hvað búið er að gera við skólabyggingar Vallaskóla undanfarin ár.


¨ Búið er að laga Sólvallabygginguna að utan og íþróttahúsið með því að einangra, gera við múr og mála.


¨ Búið er að laga salerni í vestur- og miðálmu Sólvallabyggingarinnar.


¨ Byggt var yfir einn útigarð Sólvallamegin og honum breytt í bókasafn ásamt tölvuver með tilheyrandi lagnabreytingum, kæli- og loftkerfi.


¨ Búið er að laga mötuneyti og eldhús Sólvallamegin, þar sem rýminu var breytt, sett upp ný tæki og loftræsting.


¨ Settur var dúkur á austur og miðrými Sólvallabyggingarinnar og hljóðeinangrun á vestur og miðgang sömu byggingar.


¨ Breytingar hafa verið gerðar á aðstöðu skólahjúkrunarfræðinga og læknis í báðum byggingunum.


¨ Settar hafa verið upp nýjar skóhillur.


¨ Búið er að einangra milli náttúru- og smíðastofa á Sólvöllum.


¨ Búið er að laga aðstöðu í kjallara Sólvallabyggingar, sett nýtt gólfefni og hljóðeinangrun. Er þar nú góð aðstaða fyrir nemendur til að læra og láta tímann líða milli kennslustunda.


¨ Innbrotskerfi sett í skólann Sólvallamegin.


¨ Búið er að endurnýja loftljós í íþróttahúsi Sólvallamegin og verið er að endurnýja hurðir í húsinu.


¨ Búið er að setja upp skilrúm í búningsklefum íþróttahús við Sólvelli.


¨ Hitalögn og hellur hafa verið settar í kringum íþróttahús Sólvallamegin.


¨ Leiktæki hafa verið keypt og sum þeirra sett upp. Önnur bíða eftir frekara skipulagi á skólalóðinni með tilliti til hvaða aldurshópur verður hvoru megin.


¨ Körfuboltagrindur voru settar upp úti við Sólvallabygginguna en þær eyðilagðar eftir viku.


¨ Öll bílastæði við skólahús Sólvallamegin og sundlaug voru máluð.


¨ Skipt var um glugga og að hluta til límtrésbitann yfir stjórnunarálmu Sandvíkurmegin ásamt því sem skipt var um forstofuhurð álmunnar.


¨ Gluggar í íþróttahúsinu Sandvíkurmegin hafa verið endurnýjaðir.


¨ Búið er að setja upp kælikerfi í tölvuver Sandvíkurmegin.2. Það sem er í bígerð að gera:


¨ Setja upp skilrúm, í sal íþróttahús við Sólvelli.


¨ Setja neyðarútgang úr kennarastofu Sólvallamegin.


¨ Halda áfram að laga þak á elstu álmu Sólvallabyggingarinnar.


¨ Helluleggja norðanmegin við Sólvallabyggingu þegar mannskapur fæst í það.


¨ Laga forstofu (miðjuna) í Sólvallabyggingunni.


¨ Byrjað er að undirbúa múrviðgerðir á á gamla skólahúsinu Sandvíkurmegin en áætlað er að þær taki um 3 ár. Áætlun hljómar upp á 15 milljónir.


¨ Byrjað er að endurnýja brunakerfi


¨ Halda áfram með lagfæringar á loftræstikerfi en áætlun hljómar upp á 19 milljónir með hönnunarkostnaði.


¨ Mála tvo útigarða við Sólvallabygginguna og endurnýjar gler, heildaráætlunarkostnaður er 1.3 milljónir.


¨ Skipta um parket á handavinnustofu Sólvallamegin en áætlaður kostnaður er 1 milljón.


¨ Halda áfram að laga kennslustofur í Sólvallabyggingunni en hver stofa kostar um 1 milljón króna og er þá búið að hljóð einangra loft, laga ljós, mála og skipta um gardínur. Stofurnar eru 13 sem á eftir að taka í gegn.


¨ Endurnýja þyrfti hurðir í vestur og miðgangi en áætlaður kostnaður á hverja hurð er 100 þúsund og eru hurðirnar 30.


¨ Laga þarf vatnslagnir undir vesturálmu Sólvallabyggingarinnar.


3. Lagfæringar á skemmdum.


¨ Mikill kostnaður og tími fer í að laga skemmdir sem orsakast af rúðubrotum og krassi nemenda á veggi hússins. Ljótt var að sjá hvernig nemendur ganga um vinnustað sinn og töluvert magn af húsgögnum sem dæma þarf ónýt vegna slæmrar umgengni við þau (brotin og skorin)


4. Eftirlitskerfi.


¨ Eignadeildin vill láta skoða uppsetningu á eftirlitskerfi en eftir er að finna út hver á að eiga kerfið og reka það. Yrði það eignadeildin sem eigandi skólabygginngana eða skólinn sem rekur húsin?


5. Stöðug vinna.


¨ Stöðug vinna er í gangi en stundum hefur reynst erfitt að fá iðnaðarmenn til verksins vegna annarra verka þeirra. Skyndireddingar kosta eignadeildina mest þannig að reynt er að hugsa til framtíðar þegar þarf að vinna verkin.


Foreldraráð þakkar Bergsveini fyrir mjög svo fræðandi fund og skelegg svör.


Ákveðið var að halda næsta fund í nóvember.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00


Guðrún Tryggvadóttir


Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir


Birgir Leó Ólafsson