Skólaráð Vallaskóla

Fundur í skólaráði þriðjudaginn 22. maí kl. 16:30 í stofu 16, Vallaskóla.

Mætt: Þorvaldur H. Gunnarsson, skólastjóri Vallaskóla, Sigurborg Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri, Magnea Bjarnadóttir, fulltrúi annars starfsfólks, Ingunn Guðjónsdóttir, fulltrúi kennara,Guðrún Þóranna Jónsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags.

Forföll: Fulltrúar foreldra og fulltrúar nemenda.

 

Dagskrá:

Skólastjóri setti fund, bauð skólaráð velkomið til fundar og kynnti dagskrá fundarins.

  1. Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Sigurborg aðstoðarskólastjóri hefur tekið saman niðurstöður sem hún kynnti skólaráðinu. Svör foreldra voru 92,4% sem telja má nokkuð gott. Fram kom hjá Sigurborgu að foreldrar töldu að þeir notuðu þá þjónustu sem boðið er upp á í Vallaskóla meira en áður eða frá 30% – 60%. Almennt eru foreldrar jákvæðir varðandi skólann en ekki er miklar breytingar frá síðustu könnun Skólapúlsins.
  2. Vorverk og staðan á helstu málum varðandi húsnæði og starfsmenn. Vorverk eru hefðbundin. Skóladagatalið er tilbúið. Búið er að ráða kennara og þroskaþjálfa, einnig mun verða ráðinn viðbótar stuðningsfulltrúi á unglingastigi. Vinna við húsnæðismál er á áætlun og gert ráð fyrir að 5 nýjar stofur verði teknar í notkun í Vallaskóla í haust.
  3. Starfsemi skólaráðs á skólaárinu 2018 – 12019. Þorvaldur skólastjóri sagði það ósk stjórnenda að skólaráð myndi funda 6 sinnum á næsta skólaári. Framundan er endurnýjun á ráðinu.
  4. Önnur mál.

a)Skólaþing nemenda er framundan 24. maí.

b)Einnig mun verða fundur með foreldrum unglingastigs vegna þeirra breytinga sem eru framundan og hafa verið kynntir skólaráði.

 

 

 

Næsti fundur skólaráðs verður í september.

 

Fleira ekki tekið fyrir og Þorvaldur H. Gunnarsson skólastjóri sleit fundi kl. 18:00

Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritaði fundargerð

 

Fylgiskjal: Samantekt Sigurborgar Kjartansdóttur á niðurstöðum foreldrakönnun Skólapúlsins