Fundargerð skólaráðs 12. nóvember 2019

Fundur í skólaráði Vallaskóla

Fundur haldinn 12.11.19 kl. 17:00

Mætt voru: Guðbjartur Ólason, Inga Dóra Ragnarsdóttir, María Ágústsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Kristjana Hallgrímsdóttir, Helena Freyja M.S. Marísdóttir og Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð.

  1. Skólastjóri setur fundinn
  2. Stefnumótun í starfi skólaráðs

Græn stefna og þróunin góð í Vallaskóla. Einlæg von um að starfsfólk og nemendur átti sig á mikilvægi flokkunar.

Umræða um velferð í starfi og tekur Vallaskóli þátt í þróunarverkefni þar sem verklagsreglur verða settar um m.a. svörun á vinnutengdum tölvupósti og vinnutengdum samskiptum á samfélagsmiðlum utan vinnutíma. Mikilvægt að vera í vinnunni eingöngu á vinnutíma. Undantekningartilvik eru þó alltaf og eru skoðuð hvert fyrir sig.

  1. Skólaþing/endurskoðun á skólareglum

Vallaskóli hyggst endurvekja skólaþing á þessu ári. Ekki er búið að ákveða hvenær nákvæmlega en fljótlega. Markmið næsta skólaþings verður að uppfæra skólareglur í samstarfi við allt skólasamfélagið. Mikilvægt er að vanda til þessarar vinnu og gera þetta vel.

Næsta skólaþing myndi hafa það að markmiðið að ræða umhverfismál skólans.

  1. Grænfánaverkefnið

Eitt skólaþing fyrir grænfánaverkefnið. Getum verið stolt af því sem er búið að gera, en alltaf má gera betur. Vonir eru bundnar við að virkja nemendaráð í að vera tengiliður við nemendur í flokkunarverkefninu.

  1. Önnur mál

Fræðslunefndarfundur.

Tillaga um að stofna fjölmenningardeild og verður óskað eftir fleiri tímum í ráðgjöf fyrir kennara.

Hugmyndir eru um að breyta stöðu verkefnastjóra í deildarstjóra og bæta við stöðum í fjölmenningardeild. Með þessu á að efla og auka þjónustu við tví- og fjöltyngda nemendur. Af 638 nemendum skólans eru 94 sem eru með annað móðurmál. Það þarf að efla stuðning við kennara sem koma að þessum börnum.

Hugsað er að þessar breytingar nýtist í öllu skólasamfélagi Árborgar þar sem fagleg samvinna styrkist og hægt verður að deila reynslu og þekkingu til annarra skóla í sveitafélaginu.

Næsti fundur þriðjudaginn 3. desember 2019. kl. 17:00

Fundi slitið kl. 17:35