FSu og ML – kynning á framhaldsskólum í nærumhverfi Vallaskóla

Næstkomandi þriðjudag, 22. janúar, verður kynning á starfi framhaldsskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni, í Sunnulækjarskóla. Kynningin verður í kl. 18:00 í Fjallasal og er ætluð nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra. Að kynningunni standa fulltrúar hvors skóla fyrir sig. Það verða þau Agnes Ósk Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi og Björgvin E. Björgvinsson, sviðsstjóri sem sjá um kynningu FSu en Gríma Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Freyja Rós Haraldsdóttir kennari sem sjá um kynningu ML.

Við hvetjum alla til þess að nýta sér kynningarnar á starfi skólanna. Kynningarnar gagnast líka þeim sem hafa hugsað sér að hefja nám við aðra framhaldsskóla en þessa tvo.