Foxit Reader

Foxit Reader er skemmtilegt tölvuforrit þegar unnið er með pdf.-skjöl og býður upp á ýmsa möguleika til að auðvelda námið. Forritið er hægt að nálgast á netinu og er ókeypis. Hér á heimasíðunni má nálgast góðan leiðbeiningabækling um Foxit Reader frá Skólaskrifstofu Suðurlands. Opnið ,,Námsvefur“ og því næst ,,Tölvuforrit“.

Foxit Reader gagnast öllum í námi. Það er skemmtilegt í notkun þegar leysa á ýmis námsverkefni í tölvu og einnig t.d. þegar búa á til kynningar. Notkunarmöguleikarnir eru fjölmargir.

Um forritið:

Mjög lítið og létt forrit með lágmarks minnisnotkun.

Mjög fljótt að ræsa sig upp.

Gerir glósuvinnu í pdf skjölum auðvelda. Hægt er að teikna myndir, setja áherslulit á texta, skrifa inn athugasemdir og gera minnismiða.

Hægt er að breyta pdf skjölum í heild sinni í einfalda textaskrá.

Foxit Reader styðir multimedia hönnun. Notendur getur bætt myndskeiðum og hljóðskrám við pdf skjöl.