Forvarnafréttir

Það eru tvær fréttir sem tengjast forvörnum. Annars vegar er Magnús Stefánsson, betur þekktur sem ,,Maggi í Marita“, á leið til okkar í Sv. Árborg með fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Og við í Vallaskóla erum búin að uppfæra aðgerðaráætlun okkar gegn einelti.

Uppfærð aðgerðaráætlun gegn einelti

Til að nálgast uppfærða áætlun skólans gegn einelti þá skaltu smella hér. Stóra Olweusarkönnunin er í gangi núna um þessar mundir á meðal nemenda og fyrirlögn hennar lýkur fyrir jólafrí.

Maritafræðslan í næstu viku

Maggi í Marita verður með fræðslu fyrir nemendur í 8.-10. bekk um skaðsemi fíkniefna. Hann verður í Vallaskóla 10. desember nk. með um einn og hálfan klst. fræðslu fyrir hvern árgang.

Foreldrafræðsla

Fundur verður einnig haldinn fyrir foreldra/forráðamenn og kennara barna í 8. 9. og 10. bekk og aðra áhugasama foreldra barna sem stunda Vallaskóla og Sunnulækjarskóla. ATH! Þó fræðslan sé hugsuð fyrir foreldra nemenda á unglingastigi þá eru foreldrar yngri barna hjartanlega velkomnir líka. Um að gera að nota tækifærið og við að sér aukinni þekkingu.

Fundurinn hefst kl. 17:15 þann 9. desember í Fjallasal í Sunnulækjarskóla.

Sýnd verður heimildarmynd um ungt fólk á Íslandi sem er, eða hefur verið, fast í fíkniefnaneyslu. Viðtöl eru tekin við þetta unga fólk, allt niður í 15 ára gamalt, þar sem það segir sína sögu. Fullorðnir fá að sjá svipað prógram og unglingarnir, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari. Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er best að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Taktu þátt! ,,Hjálpaðu barninu þínu að taka afstöðu og segja NEI við vímugjöfum!“

MARITA FRÆÐSLAN Á ÍSLANDI marita.is