Forvarnadagurinn

Forvarnadagurinn var haldinn hátíðlegur 5. október sl.

Það eru nemendur í 9. bekk sem taka þátt í dagskrá dagsins. Nemendum er skipt upp í hópa og þeir ræða sín á milli um ýmis atriði sem gagnast í forvarnabaráttu. 

Upplýsingar úr hópavinnunni eru síðan sendar áfram til úrvinnslu. Síðar á árinu er svo gefin út skýrslan ,,Þetta vilja þau“, sem varpa ljósi á helstu þættina er skipta máli í forvörnum, og þá ekki síst þætti sem skipta máli varðandi það að líða vel.

Við fengum einnig góða gesti til okkar en það voru þeir Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundarfulltrúi Sv. Árborgar, Örn Guðnason, framkvæmdastjóra Ungmennafélags Selfoss, og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK. Örn ræddi við krakkana um mikilvægi þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi en einnig kynnti hann netratleik í tengslum við forvarnadaginn.