Hugrún Harpa Björnsdóttir í 9. HS tók þátt í netratleik í tengslum við forvarnadaginn sem haldinn var nóvember sl., en allir nemendur í 9. bekk taka þátt á þeim degi í sérstakri verkefnavinnu í skólanum.

Hugrún datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún var dregin úr potti þátttakenda og vann Ipod Touch. Fór verðlaunaafhendingin fram á Bessastöðum. Er þetta annað árið í röð sem nemandi úr Vallaskóla vinnur til þessara verðlauna. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.