Í morgun fengu nemendur í 10. bekk Vallaskóla kynningu á forskráningu í framhaldsskóla. Var kynningin í umsjá námsráðgjafa. Farið var yfir skráningarferlið á menntagatt.is og að síðustu fengu nemendur afhenta veflykla sína.

Hafi einhver týnt veflykli sínum er lítið mál að sækja um nýjan á menntagatt.is eða hafa samband við Steingerði Jónsdóttur ritara. Einnig má hafa samband við námsráðgjafa Vallaskóla ef eitthvað er óljóst varðandi forskráninguna.


ATH. að forskráningu skal lokið eigi síðar en föstudaginn 1. apríl. Nemendur sjá um skráninguna sjálfir en ætlast er til þess að forráðamenn aðstoði nemendur eða séu til staðar þegar skráningin fer fram. Hægt er að endurskoða skráninguna í maí/júní.


Foreldrar og nemendur fengu sent bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem forskráningarferlið er útskýrt. Einnig hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar á menntagatt.is.