Fornleifafræði

Fyrir nokkrum dögum fengum við heimsókn frá foreldri í 3. bekk, Margréti Hrönn, sem er fornleifafræðingur. Hún kom til okkar í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu landnámið.

Margrét klæddist víkingafötum og fræddi okkur um starf fornleifafræðinga og það sem þeir eru að grafa upp, sem tengist víkingatímanum og fyrstu landnámsmönnunum. Hún sýndi okkur myndir af rústum og skálum eins og þeir eru taldir hafa litið út. Hún sýndi okkur einnig eftirlíkingar af munum sem víkingar notuðu s.s. hníf, drykkjarhorn, skálar og skeiðar. 

Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurninga.

Sjá má fleiri myndir í myndaalbúmi undir ,,myndefni“.

Kveðja.
Ásta, Heiðdís og Kristín, umsjónarkennarar í 3. bekk.