Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða. 

www.jonashallgrimsson.is

 

 

  

16. nóvember 18|

Forvarnardagurinn 3. október

Forvarnardagurinn er haldinn 3. október.

Með deginum er verið að koma á framfæri þremur heillaráðum sem rannsóknir hafa sýnt geta stuðlað að því að ungmenni verði síður áfengi og fíkniefnum að bráð.

Þessi þrjú heillaráð eru:

Samvera með fjölskyldu og vinum.

Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Fresta því að hefja drykkju áfengis.

3. október 18|