Skreytingadagur

Nú styttist í jólin og komin tími til að færa skólann okkar í jólabúning.

Föstudaginn 1. desember er skreytingardagur í Vallaskóla. Nemendur skreyta stofuna sína í samstarfi við kennara og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Íþróttir, sund og verkgreinar verða á sínum stað en það verður föndrað og skreytt í öðrum tímum.

Mæting er […]

1. desember 17|

Árshátíð unglingastigs

Fimmtudagskvöldið 1. desember verður árshátíð unglingastigs í Vallaskóla (8.-10. bekkur) haldin. Að þessu sinni verður hún í Austurrými skólans og er gengið inn af Engjaveginum.

Hátíðin byrjar kl. 18.00 en þá er hátíðarkvöldverður hjá 10. bekk. Um kl. 21.00 bætast 8. og 9. bekkingar í hópinn og þá fer af stað dansleikur. Hann stendur til miðnættis […]

30. nóvember 17|

Foreldrafræðsla/kakófundur

Í dag, miðvikudaginn 29. nóvember, stendur forvarnarteymi Árborgar, SAMBORG (félag foreldrafélaga í Árborgar) og grunnskólarnir hér í sveitarfélaginu í samstarfi við lögreglu og félagsþjónustu fyrir svokölluðum Kakófundi í Sunnulækjarskóla. Fræðslan hefst kl. 19:30 og er áætlað að dagskránni verði lokið um kl. 21:30. Fyrirlesarar verða eftirfarandi:

Magnús Stefánsson – forvarnarfræðari hjá forvarnarfræðslu Magga Stef/Marita

Eyjólfur Örn Jónsson […]

29. nóvember 17|

Foreldraviðtöl

Í dag mæta nemendur og forráðamenn þeirra í viðtöl hjá umsjónakennurum um líðan og námslega stöðu. 

Minnum á köku- og vöfflusölu nemenda í 10. bekk, fjáröflunarkaffi vegna útskriftarferð þeirra í vor. Aðeins er tekið við reiðufé.

17. nóvember 17|

Starfsdagur

Í dag, 16. nóvember, er starfsdagur. Nemendur eru í fríi en starfsfólk Vallaskóla undirbýr foreldraviðtöl á morgun. 

Opið á skólavistun.

16. nóvember 17|

Dagur gegn einelti – allir í grænu

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti (landsátak). Allir eru hvattir til að mæta í grænu í dag í anda Olweusar því öll viljum við vera græni kallinn, þ.e. sá sem hjálpar þeim sem verður mögulega fyrir einelti og kemur í veg fyrir einelti.

8. nóvember 17|

Vettvangsferð 9. og 10. bekkjar í Tækniskólann

Farið verður í vettvangsheimsókn þriðjudaginn 7. nóvember í Tækniskóla Íslands – skóla atvinnulífsins. Ferðin er liður í náms- og starfsfræðslu fyrir 9. og 10. bekk.

Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins og samanstendur af 12 undirskólum. Hver undirskóli hefur faglegt sjálfstæði. Skólinn byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins […]

7. nóvember 17|