fjara2Mánudaginn 8. september fór allur 3. bekkur Vallaskóla í fjöruferð á Stokkseyri. Farið var með rútu strax um morguninn og komum aftur heim um 11 fyrir hádegi. 

Veður var blautt og hvasst en það dró ekki úr gleði og forvitni nemenda. Nóg var að skoða og rannsaka, en þarna í fjörunni myndast pollar og lón sem ýmislegt leynist í.

Við söfnuðum ýmsu áhugaverðu saman sem við geymum til að skreyta og nota í skólastofunni.

Ferðin var vel heppnuð þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið uppá sitt besta, en krakkarnir skemmtu sér konunglega.

Þessi ferð er góður inngangur í samfélagsfræðinámsefnið, þar sem við vorum að byrja með bókina „Komdu og skoðaðu hafið“.fjara4fjara3

fjara1

Heiðrún, Jónas V og Inga Dóra umsjónarkennarar 3. bekkjar