Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, heimsótti okkur í Vallaskóla miðvikudaginn 18. september sl. og fjallaði um fjármálafræðslu. Edda hefur mikla reynslu af kennslu í fjármálafræðslu fyrir unglinga og miðlaði af þekkingu sinni til kennara í eldri deild Vallaskóla, ásamt kennurum í Sunnulækjarskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún fór yfir námsefni sem ætlað er fjármálafræðslu, verkefni ýmis konar og hugmyndir sem notast má við. Við þökkum Eddu fyrir gagnlegan og skemmtilegan fyrirlestur.