Dagur íslenskrar tungu á miðstigi

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á miðstigi í dag. Rithöfundurinn Hafdís Ósk Sigurðardóttir las upp úr bók sinni Drekahellir í Vatnajökli.

Nemendur í 5.-7. bekk hlýddu á upplesturinn í Austurrýminu á Sólvöllum. Eftir upplesturinn færði Hafdís bókasafni skólans tvö eintök af bók sinni. Þökkum við henni kærlega fyrir það. Og bókin var ekki fyrr komin inn á safnið þegar hún var tekin að láni.


Að auki var Stóra upplestrarkeppnin sett formlega. Og af því tilefni ávarpaði Jósefína Friðriksdóttir áheyrendur og beindi orðum sínum sérstaklega til nemenda í 7. bekk sem eru þátttakendur í keppninni.