Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember, 20. nóvember í Vallaskóla

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er fagnað 16. nóvember ár hvert. Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Mynd: Af www.stjornarradid.is

Undanfarin ár höfum við í Vallaskóla haldið upp á daginn, hvert stig sem sínum hætti, en markmiðið hjá öllum er að vinna með tungumálið okkar og setja íslenska tungu sérstaklega í öndvegi. Þetta árið var starfsdagur í Vallaskóla þann 16. nóvember og því ætlum við að halda upp á daginn, næstkomandi mánudag, þann 20. nóvember. Þá koma til okkar góðir gestir sem eru meðlimir í félagi eldri borgara í Árborg og lesa fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mörg þeirra eiga farsælan ferill sem kennarar og er þessi heimsókn einstaklega skemmtileg.

Í framhaldi af þessu hefja nemendur í 7. bekk sinn undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og jafnframt munu nemendur í 4. bekk hefja undirbúning fyrir Litlu upplestrarkeppnina eftir að kennarar hafa setið námskeið í framsögn og upplestri.

Við hvetjum foreldra til dáða og vonumst eftir þátttöku ykkar, aukum bæði heimalestur og yndislestur og njótum samverunnar í skammdeginu.

Með kærri kveðju.

Starfsfólk Vallaskóla.