BOLLA – BOLLA – BOLLA

Bolludagurinn, mánudaginn 27. febrúar

Mánudaginn 27. febrúar er bolludagur. 10. bekkur verður með bollusölu fyrir nemendur í 7.-10. bekk eins og undanfarin ár. Er það liður í fjáröflun hjá nemendum 10. bekkjar vegna útskriftarferðar þeirra í vor. Þessi hefð heldur áfram hjá næstu árgöngum og því er mikilvægt að taka þátt. 

 

Bollurnar verða seldar á sanngjörnu verði.

Vatnsdeigsbolla með súkkulaði: 250 kr.

Vatnsdeigsbolla með súkkulaði, rjóma og sultu: 350 kr.

Fernudrykkir, kókómjólk eða svali: 150 kr. fernan.

Nemendur í 10. bekk sjá um að afhenda bollur og drykki í mötuneyti skólans í nestishléinu á bolludeginum.

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta góða tilboð eru góðfúslega beðnir um að fylla út pöntunarmiða sem afhentur var í dag, fimmtudaginn 16. febrúar, og skila til fulltrúa nemenda í ferðanefnd mánudaginn 20. febrúar. Ath. að skila þarf peningunum með miðanum. Fulltúarnir verða til taks í Austurrýminu í frímínútum og hádegishléi til að taka við pöntunarmiðum og greiðslu.

Mynd: https://is.wikipedia.org/wiki/Bolludagur

Með þakklæti og kveðju – ferðanefnd 10. bekkjar.