Betri svefn

Í samstarfi við Árborg, Samborg og foreldrafélög Vallaskóla og Sunnulækjarskóla verðum við með frábæran viðburð í Austurrými Vallaskóla þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 19.30-21.30. Gengið inn frá Engjavegi. Umfjöllunarefni að þessu sinni er SVEFN.

Til okkar mætir Dr. Erla Björnsdóttir til þess að fræða okkur um mikilvægi svefns.

Nánar um fyrirlesara og efnið:
Betri svefn – grunnstoð heilsu. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstökum áherslum á svefn meðal barna og unglinga. Fyrirlesari í Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf núverið út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda.

Vonumst til þess að sjá sem flesta til þess að njóta kvöldsins og fræðast um mikilvægi svefns.

Allir velkomnir – Boðið verður upp á léttar veitingar

Stjórnin.