Árshátíð unglingastigs 2016

Hin árlega árshátíð í 8., 9. og 10. bekkjar Vallaskóla verður haldin í íþróttahúsi Vallaskóla, fimmtudaginn 1. desember 2016.

Hátíðarkvöldverður fyrir 10. bekk

Kvöldið hefst á hátíðarkvöldverði fyrir 10. bekk í umsjón landsliðskokksins Sigurðar Ágústsonar. Húsið opnar kl. 18.00 en borðhald hefst kl. 18:30. Boðið verður upp á tveggja rétta kvöldverð.

Matseðill

Forréttur:      Villisveppasúpa

Aðalréttur:   Lambafillet með hasselback kartöflum, nípumauki, grilluðum nípum og sveppasósu

Eftirréttur:  Volg súkkulaðikaka með ís

 

Hátíðardansleikur fyrir 8.-10. bekk:

Hátíðardansleikur verður síðan í íþróttasalnum fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. 

Húsið opnar fyrir nemendur í 8. og 9. bekk kl. 20:30 og dansleiknum lýkur á miðnætti. Fram koma Úlfur úlfur og DJ Óli Geir.

Hætt verður að hleypa inn í húsið kl. 21.30. Í pásu á dansleiknum verður happadrætti en á hverjum miða er númer og svo verður hægt að vinna sér inn fleiri happadrættismiða með því að leysa karnival-þrautir í andyrinu (þema árshátíðarinnar er einmitt Carnival en þó eiga nemendur að klæða sig upp í sitt fínasta púss). 

 

Ljósmyndari verður á staðnum eins og undanfarin ár. Hægt er að kaupa myndir síðar hjá NEVA. Það verður auglýst síðar. 

 

Miðasala fer fram í skólanum dagana 24. nóvember til og með 29. nóvember.

Verð fyrir kvöldverð og dansleik er 5.000kr.  (10. bekkur).

Verð fyrir dansleik er 3.000 kr.  (8.-10. bekkur).

Dansleik lýkur um kl. 24.00. MIKILVÆGT ER AÐ FORELDRAR SJÁI UM AÐ BÖRN SÍN FARI BEINT HEIM AF DANSLEIKNUM!

 

Kærar kveðjur,

Nemendafélag Vallaskóla – NEVA, umsjónarmaður félagsstarfs og stjórnendur Vallaskóla