Árshátíð og ljóðabók í 7. bekk

Árshátíð 7. bekkjar var haldin fyrir fullu húsi, mánudaginn 30. apríl. Krakkarnir sýndu frumsamda leikþætti og í lok dagskrár var boðið upp á kaffiveitingar í umsjá foreldra. Árshátíðin var vel heppnuð og andrúmsloftið afslappað. Í almbúmi má sjá fleiri myndir frá hátíðinni.

Einnig langar okkur að minna á ljóðabók sem nemendur í 7. bekk og kennarar þeirra gáfu út ekki fyrir svo alls fyrir löngu. Þar er að finna frumsamin ljóð. Bókin er afrakstur ljóðanáms í 7. bekk en nemendur voru að læra um helstu einkenni óhefðbundinna ljóða og spreyttu sig svo auðvitað sjálfir í heimi skáldagáfunnar. Óhætt er að segja að afraksturinn sé metnaðarfullur en ekki síst athyglisverður.

Ljóð úr ýmsum áttum