Börnin í 1. bekk héldu árshátíðina sína 22. mars sl. Þar kynntu börnin sig, sögðu frá framtíðarhugmyndum sínum um starfsgrein, náðu tökum á að tala í hljóðnema og fluttu atriðin sín í söng og þulum.

Síðan buðu foreldrar upp á veitingar í mötuneyti skólans. Við þökkum foreldrum og kennurum kærlega fyrir að standa í öllum undirbúningnum sem þessu fylgir.