Annaskil/foreldradagur

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla.

Framundan eru annaskil dagana 21.-22. febrúar. Starfsdagur verður 21. febrúar (þá er frí hjá nemendum) og foreldradagur 22. febrúar en þá mæta forráðamenn með börnum sínum til viðtals í skólanum. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánar bréf frá umsjónarkennurum). Opnað var fyrir viðtöl í Mentor þriðjudaginn 14. febrúar kl. 15:00 – sem er samræmdur tími. Lengd hvers viðtals er áætluð 15 mínútur (nema annað hafi verið ákveðið).

Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að skoða vel óskilamuni sem komið verður fyrir í anddyrum skólans. Það sem ekki verður sótt eftir foreldradag verður gefið til hjálparstarfs Rauða krossins.

Upplýsingagjöf um námslega stöðu nemenda verður háttað þannig að einkunnir eru skráðar í Mentor. Vitnisburður (einkunnablað) verður afhentur á yngsta og miðstigi en á efsta stigi verður vitnisburður skoðaður rafrænt.

Eins og áður hvetjum við forráðamenn að ræða líka við aðra kennara en umsjónarkennara sem einnig verða til viðtals á foreldradeginum.

Við minnum svo á fjáröflunarkaffi nemenda og foreldra í 10. bekk vegna útskriftarferðalags þeirra næsta vor. Vinsamlegast athugið að taka með reiðufé þar sem ekki er tekið við kortum.

Að auki minnum við svo á að við förum í vetrarfrí dagana 23.-24. febrúar (lokað er á skólavistun þessa daga) en vorönn hefst skv. stundaskrá mánudaginn 27. febrúar á bolludegi.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Með kærri kveðju.

Starfsfólk Vallaskóla.