Í tilefni af degi íslenskrar tungu fóru nokkrir nemendur úr 6. bekk Vallaskóla og lásu fyrir nemendur á leikskólanum Álfheimum.

Nemendur lásu fyrir elstu krakkana á Álfheimum. Þetta gekk mjög vel, krakkarnir stóðu sig með prýði og voru sér og skólanum til sóma.