Af hverju hegða ég mér svona?

Starfsfólk Vallaskóla þakkar þeim sem gáfu sér tíma til að koma á skemmtilegan og einkar vel heppnaðan fyrirlestur Páls Ólafssonar félagsráðgjafa í dag, föstudaginn 3. janúar.Páll fjallaði um mál málanna, gildi samskipta en ekki síst gæði mannlegra samskipta. Og auðvitað er þessi hlið mannlegs veruleika hvergi eins mikilvæg og í uppeldi barna okkar þar sem fyrirmyndirnar verða alltaf þeir fullorðnu. Athyglisvert var að hlusta á þá skoðun Páls að góð mannleg samskipti stæðu undir 78% námslegs árangurs! Ef miðað er við nýlegar niðurstöður PISA frá árinu 2012 þá stendur íslenska menntakerfið mjög vel að vígi en flestum börnum á Íslandi líður vel í skólanum sínum og má leiða líkum að því að gæði mannlegra samskipta vegi þar þungt.

Eftir fyrirlesturinn gæddu foreldrar sér á gómsætri sveppasúpu í mötuneyti Vallaskóla. Mikil ánægja var með fyrirlesturinn á meðal foreldra og góð stemning.

Glærur fyrir þá sem misstu af fyrirlestrinum, sjá hér.