Stúlkurnar í 8. RS gerðu vel við drengina í 8. RS á bóndadeginum sl. föstudag – eins og í fyrra.

Þær bökuðu kökur og bjuggu til plaköt (jákvæðnisplaköt) með hverjum og einum ,,bónda“/dreng þar sem fram kom mynd og jákvæð umfjöllun – stórsniðugt hjá stelpunum og frábært framtak. 

Drengirnir voru að sjálfsögðu margir hverjir íklæddir lopa í tilefni dagsins. Svo fengu stúlkurnar auðvitað gott drengjaknús að launum.