Fyrsta skóladaginn eftir haustfríið, eða þriðjudaginn 22. október, fengu nemendur 4. – 6. bekkja rithöfund í heimsókn. Þar var á ferðinni Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur að kynna bókina sína, Nikký og slóð hvítu fiðrildanna, og vinna með verkefni sem hún kallar Ævintýrið í mér með nemendum. Bókin fjallar um Nikký, ellefu ára gamla kraftmikla og skapstóra stúlku sem býr með mömmu sinni í Reykjavík.

Heimsókn Bynju var afar vel tekið og höfðu nemendur greinilega undirbúið sig vel fyrir komu hennar. Brynja Sif hafði á orði að það hefði verið einstaklega gaman að koma í Vallaskóla.

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Brynja Sif Skúladóttir, rithöfundur

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Brynja Sif Skúladóttir, rithöfundur