Á ferð og flugi

Nemendur í umferðarfræðivali í 10. bekk brugðu undir sig betri fætinum í lok október og heimsóttu Umferðarstofu. Ferðamátinn var strætó og reyndist það mjög vel.

Á Umferðarstofu tóku Þóra Magnea Magnúsdóttir og Gunnar Geir Gunnarsson á móti hópnum og voru með gott innlegg um unga fólkið og umferðina. Í brennidepli var sú mikla ábyrgð sem felst í því að fá ökuskírteini í hendurnar og hvaða afleiðingar það getur haft ef ekki er varlega farið.