Evrópski tungumáladagurinn

26. september er evrópski tungumáladagurinn.

Norræna ráðherranefndin hefur staðið að verkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne). Einnig er rétt að benda á yfirlýsingu um norræna tungumálastefnu en eitt af markmiðum hennar er að allir Norðurlandabúar geti átt samskipti sín á milli helst á norrænu tungumáli. Kjörið er að nýta Evrópska tungumáladaginn 2011 til að stuðla að norrænni málvitund.

Haldið hefur verið upp á tungumáladaginn frá árinu 2001 í samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið. Þennan dag er lögð áhersla á fjölbreytni tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumálanáms og er hann haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða.

Af vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis