SAFT

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipi og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.

 

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara. Foreldrafélag Sunnulækjarskóla mun bjóða uppá léttar veitingar. Þess má geta að dagana 25. – 27. febrúar mun SAFT fara með fræðslu í alla 6. og 7. bekki grunnskóla í Árborg.

 

Helstu upplýsingar:

Tímasetning: 20:00 – 21:30

Staðsetning: Fjallasalur í Sunnulækjarskóla Fyrir hverja: Alla foreldra sem eru með börn á grunnskólaaldri á Selfossi – bæði Sunnulækjarskóla og Vallaskóla Heimasíða SAFT: http://www.saft.is .

Verð: Frítt

Skráning: Mæting á staðinn.

 

Sjáumst á þriðjudaginn!

Fyrir hönd forvarnarteymis Árborgar

Gunnar E. Sigurbjörnsson

Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Árborgar

480-1950 / 820-4567

gunnars@arborg.is