23. fundur Foreldraráðs Vallaskóla 11. október 2006

Fundur Foreldraráðs Vallaskóla var haldinn að Sólvöllum 11. október sl., kl. 19. Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari og Hjalti Tómasson vararamaður.

Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari og Hjalti Tómasson vararamaður.


Við bjóðum Hjalta velkominn til starfa í ráðinu.



  1. Ráðið velti fyrir sér hvað gert hefur verið fyrir skólabyggingarnar á liðnu sumir og hvað stendur til að framkvæma. Verður leitað svara um þetta hjá Bergsveini Halldórssyni Deildarstjóri Eignardeildar Sveitarfélagsins Árborgar.

  2. Eftir atburði sem átt hafa sér stað í og við Sólvallabygginguna veltir ráðið fyrir sér hvernig gæslu og yfirsýn starfsmanna er háttað í þeirri byggingu. Ráðið veit að gæslu er vel fylgt eftir við Sanvíkurbyggingu skólans en þar eru yngri börn. Þætti ráðinu ekki verra að upplýst um þetta atriði.

  3. Ef og þegar vandamál koma upp í eldri deildum skólans og börnin finna þörf fyrir að ræða málin við einhver á hvern bendir skólinn þeim þá og hafa þau alltaf möguleika á að koma fram með sínar hliðar á málinu án þess að litið sé á að þau séu að klaga einhvern ákveðinn aðila. Gott væri að fá upplýsingar um þetta.

  4. Í sambandi við forvarnarstefnu Sveitarfélagsins og forvarnardagsins sem UMFÍ stendur um allt land fyrir veltir ráðið fyrir sér hvort skólinn framfylgi stefnu Sveitarfélagsins eða taki virkan þátt í deginum sem UMFÍ skipuleggur. Gott væri að fá vitneskju um þetta atriði.

  5. Alltaf stoppar foreldraráðið við þann litla áhuga sem alltof margir foreldrar virðast sýna skólanum. Erfitt virðist vera að manna margt sem foreldrar ættu að taka að sér og ráðið veltir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að gera það sýnilegra innan veggja skólans og á hvaða hátt. Aðalstarf foreldraráðsins er samlestur á námskrá og að telja út skóladagatal skólans en virðist þetta ráð fátt hafa gert annað undanfarin tvö ár.

  6. Ákveðið var að Hjalti Tómasson yrði áheyrendafulltrúi foreldraráðanna á skólanefndarfundum í vetur. Enn er ekki búið að ganga frá skipan foreldraráðs í Sunnulækjarskóla en sl vetur sat fulltrúi frá foreldraráði BES alla fundi og hefur það ráð skilað starfi sínu með sóma.

  7. Fljótlega verður fundað með Sigurði Bjarnasyni frá Fjölskyldumiðstöð Árborgar og öðrum foreldraráðum skóla á svæðinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:50


Guðrún Tryggvadóttir


Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir


Hjalti Tómasson