Skólabókabókasafn Vallaskóla – Bókatitlar skrifaðir á glervegg

Linda Björg Perludóttir stjórnar skólabókasafni Vallaskóla af mikilli röggsemi. Í tilefni bókasafnsdagsins 8. september sl. fékk hún nemendur til að skrifa nafnið á uppáhaldsbókinni sinni á glervegginn fyrir framan safnið. Það þótti krökkunum spennandi og skemmtilegt, ekki síður þeim sem áttu leið fram hjá að sjálfsögðu. Þarna mátti sjá litríka flóru bókatitla og það er greinilegt að lestur er vinsæl iðja hjá unga fólkinu.

Markmiðið með bókasafnsdeginum er að minna á mikilvægi bókasafna í samfélaginu. Skólabókasafn Vallaskóla er eitt margra bókasafna á svæði Bókabæjanna austanfjalls og er vinsæll áningastaður nemenda, ekki síst í frímínútum.

bokasafn-2
Glerveggurinn og bókatitlarnir. Mynd: Vallaskóli, ÞHG.
bokasafn-3
Bækur Roald Dahls til sýnis. Mynd: Vallaskóli, ÞHG.
bokasafn-4
Skólabókasafn Vallaskóla. Mynd: Vallaskóli, ÞHG.

Í tilefni 100 ára fæðingarafmælis rithöfundarins  Roald Dahls tók Linda Björg fram bækur hans sem til eru á safninu og kynnti sérstaklega fyrir nemendum. Margar bækur hans hafa glatt unga sem aldna á borð við Kalla og sælgætisgerðina. Roald Dahl fæddist í Wales en foreldrar hans voru norskir. Hann lést árið 1990.

Hér sjáum við Lindu Björgu ásamt nokkrum hressum notendum skólabókasafns Vallaskóla. Mynd: Vallaskóli, ÞHG.
Hér sjáum við Lindu Björgu ásamt nokkrum hressum notendum skólabókasafns Vallaskóla. Mynd: Vallaskóli, ÞHG.