Vettfangsferð í Tækniskóla Reykjavíkur

Í febrúarmánuði fóru nemendur í 10. bekk, ásamt þremur starfsmönnum skólans og þremur foreldrum, í vettvangsferð. Ferðinni var heitið í Tækniskólann í Reykjavík þar sem markmiðið var að kynna sér ólikar tegundir verknáms, enda líður senn að útskrift úr grunnskóla og krakkarnir eru flest farin að huga að vali á framhaldsnámi.

Það var afar vel tekið á móti okkur í Tækniskólanum og fengu krakkarnir góðar kynningar á hárgreiðsludeildinni, málaradeild, smíðadeild, skipstjórnun, tölvudeild ofl. Veðrið lék við okkur og hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni. Óhætt er að segja að krakkarnir urðu margs vísari um verklegt framhaldsnám. Að sjálfsögðu enduðum við svo ferðina á veitingastað og nutum frábærra veitinga.